Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn í Bæjarból og Kirkjuból

29.11.2012
Heimsókn í Bæjarból og Kirkjuból

Mánudaginn 26. nóvember fóru nemendur í 1. bekk að heimsækja leikskólana Bæjarból og Kirkjuból. Þessi heimsókn var farin í samvinnu við verkefnið "Brúum bilið“.  Í Garðabæ er samstarf á milli leik- og grunnskóla sem kallast Brúum bilið, það felur í sér að börn í elsta árgangi leikskólans heimsækja grunnskólann og gagnkvæmar heimsóknir kennara eru á milli skólastiganna. Markmið þessarar samvinnu er að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna við flutning á milli skólastiga og skapa samfellu í námi. 
Nemendum fannst mjög gaman að fara í heimsókn á gamla leikskólann sinn og hitta vini sína og starfsfólkið.



Myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband