Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skemmtikvöld hjá 1. bekk

23.11.2012
Skemmtikvöld hjá 1. bekk

Fimmudaginn 22. nóvember var bekkjarkvöld hjá nemendum í 1. bekk og foreldrum þeirra. Bekkjarfulltrúar sáu um skipulagningu kvöldsins. Það voru skreyttar piparkökur í öllum regnbogans litum og leyndust margir skreytingameistarar í hópnum. Nemendur sungu og dönsuðu og skemmtu sér konunglega. Frábærar veitingar voru í boði og var ekki annað að sjá en að allir væru sáttir og glaðir. Myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband