Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenkrar tungu

16.11.2012
Dagur íslenkrar tungu

Að venju héldum við dag íslenskrar tungu hátíðlegan í skólanum. Dagurinn hófst á samkomu í hátíðarsal þar sem kórskólinn okkar með nemendum úr 4. til 7. bekk söng nokkur lög en kórinn hafði sérstaklega æft íslensk lög til að syngja við þetta tilefni. Sjöundi bekkur sagði frá skáldinu Jónasi Hallgrímssyni, annar bekkur flutti þuluna Móðir mín í kví, kví og þriðji bekkur lék málhætti á sviðinu sem hinir áttu að reyna að finna út hverjir væru. Á bókasafninu var maraþonlestur hjá 6. bekkjum þar sem þeir lásu til skiptis upphátt söguna Land hinna týndu sokka eftir Gerði Kristnýju. Gestum og gangandi var boðið að koma og hlusta. Starfsfólk og nemendur voru hvattir til að koma í fötum í fánalitunum sem margir gerðu og setti það líflegan svip á staðinn.

Myndir eru í myndasafni skólans.


Til baka
English
Hafðu samband