Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu – 16. nóvember

14.11.2012
Dagur íslenskrar tungu – 16. nóvemberVið í Flataskóla munum að venju halda dag íslenskrar tungu hátíðlegan. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að koma klæddir í fánalitunum í tilefni dagsins. Dagskrá verður í hátíðarsal kl. 8:40 og eru gestir velkomnir, sjá dagskrá. Allir árgangar vinna með íslenska málshætti. Lestrarmaraþon verður á bókasafninu kl. 10:10-13:10. Þá munu nemendur í 6. bekk skiptast á að lesa upphátt bókina Land hinna týndu sokka eftir Gerði Kristnýju. Öllum er velkomið að líta við á bókasafninu og hlusta á upplestur barnanna.
Til baka
English
Hafðu samband