Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. bekkur heimsækir sögusafnið

15.10.2012
6. bekkur heimsækir sögusafnið

Föstudaginn 12. október fóru nemendur í 6. bekk á Sögusafnið í Perlunni í tengslum við námsefni þeirra í samfélagsfræði. Nemendur eru að læra um Snorra Sturluson og það tímabil sem hann var upp. Því var tilvalið að fara og skoða persónur tengda sögunni og ferðast í huganum aftur í tímann og setja sig í spor þeirra.

Á sögusafninu gefur meðal annars að líta á Snorra Sturluson þar sem hann situr við skrif sín, galdrabrennu, aftöku Jóns Arasonar sem var síðasti kaþólski biskups Íslands, Örlygsstaðabardaga þar sem liðsmenn Sturlunga voru stráfleddir í einni af mannskæðustu orrustum þjóðveldisaldar.


Þetta var frábær ferð í alla staði og gaman að geta tengt námsefnið við skemmtilega og fróðlega heimsókn á safnið. Nemendur voru algjörlega til fyrirmyndar í þessari ferð og nutu þeir góða veðursins sem við vorum svo heppin að fá þennan dag.
Myndir frá ferðinni er að finna í myndasafni skólans.

null

Til baka
English
Hafðu samband