Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðurkenning fyrir Schoolovision 2012

05.10.2012
Viðurkenning fyrir Schoolovision 2012

Flataskóli var að vinna til verðlauna fyrir samskiptaverkefnið Schoolovision 2012. Hann vann í flokki grunnskóla í landskeppni eTwinning. Þetta verkefni hefur áður unnið til verðlauna í landskeppninni eða árið 2009 en sama ár fékk verkefnið einnig alþjóðleg verðlaun eTwinning sem veitt voru í Seville á Spáni. Verkefnið er árlegt samstarf fjölda landa víðsvegar um Evrópu og endurspeglar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vinna við verkefnið er árlegur viðburður í Flataskóla á vorönn síðustu 4 ár og er afar vinsælt meðal nemenda.Þetta er í þriðja sinn sem Flataskóli fær viðurkenningu fyrir samskiptaverkefni hjá Alþjóðaskrifstofu háskólasstigsins á síðustu 4 árum.  Lesa má um verkefnið á heimasíðu Flataskóla undir samskiptaverkefni.

Anne Gilleran stjórnandi kennslufræða etwinning hjá evrópska skólanetinu í Brussel afhenti verðlaunin á hátíð landsskrifstofunnar í Nauthól í gær.

 

Til baka
English
Hafðu samband