Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustkynningarfundir

07.09.2012
HaustkynningarfundirNæstu tvær vikur verða haustfundir/námskynningar fyrir foreldra í skólanum. Haustfundir eru ætlaðir fyrir foreldra bæði til að kynnast innbyrðis, mynda tengsl og kynnast kennaranum. Þarna fá foreldrar tækifæri til að spjalla saman og fá nánari upplýsingar um hvað er á döfinni. Þarna er hægt að spyrja spurninga og fá góða innsýn í skólastarfið. Við vonumst til að fá sem flesta foreldra í heimsókn á þessa fundi (sjá nánar atburðadagatali og í pósti frá kennara).
Á haustfundunum er fyrirhugað að ræða m.a. gildi skólans, skólanámskrá, útivist, nestismál, skipulag skóladagatals, gæslu í leyfum, samskipti heimilis og skóla, heilsueflandi skóla, íþróttir, heilsugæslu, heimavinnu og vefsíðuna.
Er það von okkar að á fundunum fái foreldrar tækifæri til að kynnast og spjalla saman og mynda tengsl sem er grundvöllur fyrir góðu samstarfi.

Námsbækur liggja frammi og heitt verður á könnunni. Sjá tímasetningu í fundarboði kennara.
Til baka
English
Hafðu samband