Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýja smíðastofan

03.09.2012
Nýja smíðastofan

Ný smíðastofa hefur verið tekin í notkun í Flataskóla. Er öll aðstaða þar til fyrirmyndar og er stofan mjög notaleg, rúmgóð og björt. Hefur Árni Már Árnason smíðakennari átt heiðurinn af því að finna heppileg tæki og tól til að setja upp í stofuna. Hann hefur einnig verið í samráði við hönnuðinn við uppsetningu búnaðarins og valið flotta liti sem prýða veggina.

Garðaskóli nýtur góðs af smíðastofunni og koma nokkrir árgangar yfir til Árna og fá leiðsögn þar í handverkinu.

Myndir í myndasafni skólans. 


Til baka
English
Hafðu samband