Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti skóladagurinn

23.08.2012
Fyrsti skóladagurinn

Þá er skólastarfið hafið að nýju og nemendur komu í gær og hittu kennara sína. Skólastjórinn bauð nemendur velkomna með notalegum orðum í hátíðarsal skólans. Var ekki annað að sjá en að eftirvænting og tilhlökkun ríkti meðal nemenda með að vera að byrja aftur í skólanum. Afar ánægjulegt þótti okkur líka að sjá hve margir foreldrar mættu með börnum sínum við skólasetninguna. Myndir frá skólasetningunni eru á myndasafni skólans.

Í morgun mættu svo tæplega 50 nýir nemendur í 1. bekk og 5 ára bekkinn sem er verið að setja í fyrsta skipti í Flataskóla. En myndirnar tala sínu máli og hægt er að skoða þær á myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband