Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasetning 2012

10.08.2012
Skrifstofa skólans er nú opin. Stjórnendur og fleiri starfsmenn eru komnir til starfa. Kennarar mæta miðvikudaginn 15. ágúst n.k.

Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.

Nemendur mæta í hátíðarsal skólans samkvæmt eftirfarandi:

6. og 7. bekkur - kl. 9:00
4. og 5. bekkur - kl. 10:00
2. og 3. bekkur – kl. 11:00

Foreldrar eru hvattir til þess að koma með börnum sínum á skólasetninguna. Móttaka fyrir foreldra nemenda í 5 ára bekk og 1. bekk verður á skólasetningardaginn 22. ágúst og verða þeir boðaðir sérstaklega.

Skóladagatal er að finna hér til hægri á síðunni.

Kynningarfundir vegna nýrra nemenda verða:

Miðvikudaginn 15. ágúst fyrir foreldra barna í 5 ára bekk kl. 17:30

Fimmtudaginn 16. ágúst fyrir nýja nemendur í 2. – 7. bekk kl. 17:30

Mánudaginn 20. ágúst fyrir foreldra barna í 1. bekk kl. 17:30

Tómstundaheimilið Krakkakot opnar fimmtudaginn 23. ágúst.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna ef einhverjar spurningar vakna. Erindi má senda á netfang skólans: flataskoli@flataskoli.is
Til baka
English
Hafðu samband