Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tröll í hrauninu

10.04.2012
Tröll í hrauninu

Fyrsti bekkur fór í morgun út í hraun með kennara sínum og bókasafnsfræðingi að finna tröllaandlit.  Verkefnið sem þeir eru að vinna að er steinaverkefni sem er hluti af samþættu verkefni hjá fyrsta bekk. Áður en haldið var út í hraun höfðu nemendur útbúið með bekkjarkennara sínum augu, munn og nef sem þau festu á ýmsa mismunandi steina sem þeim fannst líkjast trölli.  Nemendur eru að læra um steina og tröll í íslensku, myndmennt, samfélagsfræði og handmennt. Veðrið lék við þau í morgun eins og sjá má á myndunum sem teknar voru við þetta tækifæri.

Til baka
English
Hafðu samband