Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Borgarferð og heimsókn á Bæjarból

15.12.2011
Borgarferð og heimsókn á Bæjarból

Það hefur verið mikið að gera hjá fyrstu bekkingum undanfarið en þeir fóru í heimsókn á Bæjarból með vinum okkar á Stjörnuholti. En Stjörnuholt er útibú frá leikskólanum Bæjarbóli og er elsta deildin  í skólanum hérna hjá okkur í suðurálmunni. Við lékum okkur saman í snjónum og hittum hin börnin á Bæjarbóli.

Við fórum líka í borgarferð að skoða jólaljósin í Reykjavík. Við dönsuðum í kringum jólatréð á Austurvelli, fengum okkur kakó og kleinu á veitingastaðnum Cafe Paris, gengum Laugarveginn og skoðuðum jólaljósin. Við litlu jólabúðina fengum við piparkökur og sjáum jólasvein. Við fórum með strætisvagni til borgarinnar og var mjög gaman hjá okkur og ferðin gekk í alla staði vel.

Hér má sjá myndir úr ferðinni í myndasafni skólans. 


Til baka
English
Hafðu samband