Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ísgerð í útikennslu

02.12.2011
Ísgerð í útikennslu

Það var skemmtilegt í útikennslu hjá þriðja bekk í vikunni. En þeir bjuggu til ljúffengan súkkulaði- og jarðarberjaís. Mjólk og sósa var sett í poka og lokað vel fyrir. Því næst var settur klaki og salt í annan poka ásamt mjólkurblöndu. Þetta var svo hnoðað allt saman vel og lengi og með mikilli þolinmæði og vinnu varð afraksturinn ís sem var borðaður af bestu list.

Hægt er að skoða myndir í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband