Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn til Englands

22.11.2011
Heimsókn til Englands

Dagana 18. til 22. október s.l. fóru tveir starfsmenn, Kolbrún Svala Hjaltadóttir kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni og Sólveig Jóhannsdóttir starfsmaður á bókasafni Flataskóla í heimsókn til Englands í tengslum við Comeníusarverkefnið Sköpunarkrafturinn - listin að lesa. Skólinn sem var heimsóttur var Little Kingshill Combined School in Little Kingshill. Verkefnið er nú unnið annað árið í röð og hefur það að markmiði að efla lestur og læsi og hvetja nemendur til að lesa og skiptast á skoðunum m.a. í gegnum Internetið. Nemendur takast á við ýmis konar verkefni tengd lestri, læsi og ritun en einnig er menning landanna tengd inn í verkefnið. Þau lönd sem taka þátt ásamt Íslandi eru Tyrkland, Ítalía, Spánn, England og Pólland. Verkefninu er stjórnað frá Póllandi og verkefnastjórar í Flataskóla eru þær Ingibjörg Baldursdóttir bókasafnsfræðingur og Kolbrún Svala Hjaltadóttir kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni. Lesa má um verkefnið á þessari vefslóð. Reynslan af að kynnast svona náið skólastarfi og menningu annarra landa er ómetanleg og hefur án efa heilmikil áhrif á þau okkar sem fáum tækifæri til að heimsækja staðina enda hvílir sú skylda á okkur að breiða út boðskapinn og miðla reynslu okkar til samstarfsfólks.



Til baka
English
Hafðu samband