Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarmaraþon hjá 7. EÁ

04.11.2011
Lestrarmaraþon hjá 7. EÁ

Það er hefð fyrir því að sjöundu bekkir fái að gista á skólasafni Flataskóla einu sinni á vetri og lesi þá sérvalda bók. Bekkjarkennarinn og bókasafnsfræðingurinn gista með þeim og er þetta afar vinsæll viðburður sem nemendur minnast oft á frá skólaveru sinni í Flataskóla. Markmiðið er að fá nemendur til að lesa meira og finnast það skemmtilegt ásamt því að tengja það eftirminnilegum atburði. Í fyrrinótt gisti fyrsti bekkurinn að þessu sinni. Nemendur mættu á skólasafnið eftir kvölmat og höfðu meðferðis svefnpoka, dýnur og annað sem nauðsynlegt er að hafa með þegar gist er að heiman. Markmiðið var að lesa sem mest og mikið var lesið enda lesefnið afar spennandi.
Rithöfundur bókarinnar kom í heimsókn og ræddi við nemendur um sögusviðið og sagði þeim frá þjóðsögum sem tengjast sögunni. Ýmislegt óvænt gerðist í myrkrinu sem gerði dvölina á skólasafninu enn eftirminnilegri. Um morguninn buðu foreldrar upp á flottan morgunverð í matsal skólans og eftir var boðið upp á að fara í sund. Nemendur voru til fyrirmyndar í alla staði og var mjög ánægjulegt að dvelja með þeim þessar stundir. Nemendur ljúka nú við að lesa bókina heima hjá sér og vinna að því loknu verkefni í tengslum við hana. Næstu tvo fimmtudaga koma svo hinir 7. bekkirnir og eiga stund með kennara sínum og bókasafnsfræðingi á safninu við lestur og fleira. Hér er hægt að skoða verkefni nemenda á netinu.

Til baka
English
Hafðu samband