Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. bekkur í Norræna húsið

06.10.2011
6. bekkur í Norræna húsið

Nemendur í 6. OS fóru í námsferð í Norræna húsið fimmtudaginn 6. október. Leiðsögumaður um húsið var Pia Viinikka. Pia spurði nemendur spjörunum úr um höfuðborgir, þjóðfána og æðstráðendur á Norðurlöndunum. Ekkert stóð í nemendum nema nafn forseta Finnlands. Þjóðleg tónlist var kynnt nemendum og í lok heimsóknarinnar fengu nemendur frjálsan tíma til að glugga í bækur og tímarit á bókasafninu. Myndir úr ferðinni eru í myndasafni 6. bekkja.

Til baka
English
Hafðu samband