Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak hjá 4. bekk

05.10.2011
Lestrarátak hjá 4. bekk

Lestrarátaki í fjórða bekk er nú lokið en það stóð yfir alla síðustu viku. Nemendur settu sér markmið strax í byrjun um hversu mikið þeir ætluðu að lesa. Flestir náðu markmiði sínu sem er mjög jákvætt og sumir lásu mun meira en þeir höfðu reiknað með.
Skólasafnið veitti þremur mestu lestrarhestum hvors bekkjar viðurkenningaskjöl og bókaverðlaun fyrir frábæran árangur. Nemendur í 4. MH unnu lestrarbikarinn í ár en samanlagt las bekkurinn 6.361 blaðsíðu. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Í tilefni af úrslitunum voru fjórir nemendur beðnir að lesa upp úr skemmtilegum bókum sem þeir höfðu lesið í lestrarátakinu. Rakel Marín og Thelma Rut lásu fyrir hönd 4. MH en Ingimar Askur og Daníel Kári fyrir 4. SG. Eiga þau hrós skilið fyrir fallegan og skemmtilegan lestur. Myndir eru í myndasafni skólans. 

Til baka
English
Hafðu samband