Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Alþjóðlegur dagur læsis

09.09.2011
Alþjóðlegur dagur læsis

Sameinuðu þjóðirnar hafa síðan 1965 eða í 46 ár helgað þessum degi málefnum læsis. Til að vekja athygli á deginum ákvað bókasafnsfræðingur að gera eitthvað í tilefni hans. Þannig að í gær 8. september fóru allir nemendur í 3. - 7. bekk í ratleik þar sem þeir áttu að lesa ákveðinn texta og vinna verkefni tengd honum. Nemendum var skipt í litla hópa sem vann saman að lausn verkefnanna. Þeir skiptust á að lesa textann upphátt fyrir hópinn og fundu síðan lausnirnar sameiginlega sem þeir skráðu á verkefnablaðið. Ratleikurinn fór að mestu fram innan húss og voru settar upp stöðvar í allflest skúmaskot skólans. Var ekki annað að sjá en að flestir hefðu af þessu gagn og gaman og væru ánægðir með þessa tilbreytingu á náminu. Veittar verða viðurkenningar fyrir allar réttar lausnir. Hér er hægt að skoða myndir af hópunum í ratleiknum.

Til baka
English
Hafðu samband