Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Brunaverðir heimilanna

11.05.2011
Brunaverðir heimilanna

Félagskonurnar Erna, Ellen og Ólöf frá Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ komu í heimsókn í 2. bekk í síðustu viku. Þær spjölluðu um brunavarnir á heimilum og hvernig bregðast ætti við ef hættu ber að höndum. Af því tilefni gáfu þær börnunum litabækur sem búnar er til af félögum Lionsklúbbsins Eikar. Þessari litabók er dreift víða um land og í henni er sérstaklega bent á símanúmerið 112 sem mörg börnin þekktu greinilega. Í bókinni er að finna myndir sem vísa á atriði sem börnin þurfa að þekkja og vita um eins og t.d. hvernig reykur hegðar sér, meðhöndlun brunasára og hættur með leik að eldspýtum.

Til baka
English
Hafðu samband