Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tilraun í útikennslu í 2. bekk

07.02.2011
Tilraun í útikennslu í 2. bekk

Það viðraði vel til útitilrauna fimmtudaginn 3. febrúar s.l.  Þann dag fóru nemendur 2. bekkjar með kennurum sínum í tilraunastarfsemi. Tilraunin tengdist kennslu og umræðum um eldgos en sú vinna tengist aftur verkefninu Land og þjóð. Það ríkti mikil kátína þegar kókflaska gekk á milli nemenda og hver og einn hristi flöskuna eins og hann gat. Mikill þrýstingur myndaðist í flöskunni og um leið og hún var opnuð gaus upp úr henni af miklum krafti. Við gerðum einnig tilraun með kók og mentos og vakti sú tilraun lukku og heppnaðist vel.
Sjá myndband.

Sjá einnig myndir á myndasíðunni okkar.

Til baka
English
Hafðu samband