Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verðlaun fyrir samskiptaverkefni

26.11.2010
Verðlaun fyrir samskiptaverkefni

Flataskóli hlaut gæðaviðurkenningu frá Landskrifstofu menntaáætlunar ESB í ráðhúsinu í gærdag fyrir verkefnið „Lesum, skrifum og tölum saman“. Þetta voru verðlaun í flokki grunnskóla í landskeppni eTwinning 2009 – 2010. Garðabæjarskólarnir Hofsstaðaskóli og Flataskóli voru einu grunnskólarnir  sem tilnefndir voru með fyrirmyndarverkefni og þar af átti Flataskóli fjögur af sex verkefnum í flokki grunnskóla. Verkefnið var bókmenntalegs eðlis og hafði það að markmiði að  efla læsi og lesskilning, víkkja sjóndeildarhring nemenda, samþætta ýmsar námsgreinar eins og landafræði, upplýsingatækni, lífsleikni og tungumálanám.  Umsögn um verkefnið var á þessa leið:

 Hugmyndin að verkefninu er góð en í því er áhersla á tjáningu og lestu.  Verkefnið sýnir hvernig hægt er að flétta rafrænt skólastarf og notkun upplýsingatækni inn í samstarf milli nemenda tveggja landa á einföldu og skýrt afmörkuðu verkefni.  Um er að ræða samskipti milli nemenda í tveimur bekkjum á Íslandi og í Englandi og spratt verkefnið úr samvinnu kennara sem ákváðu í sameiningu hvaða rafræn verkfæri voru notuð miðað við að þau féllu vel að viðfangsefni í námi og gátu þess vegna tengt það nærsamfélagi og námi nemendahópa.  Þar sem aðeins tveir bekkir taka þátt gafst betra tækifæri til að skapa persónuleg samskipti milli nemenda.  Það var meðal annars gert á „myndfundum“ þar sem nemendur ræða saman.  Þetta er gott dæmi um sveigjanlegt lítið samstarfsverkefni sem auðvelt er að tengja íslensku skólastarfi“.

Verkefnastjórar voru Kolbrún kennsluráðgjafi, Ingibjörg bókasafnsfræðingur og Olga umsjónarkennari í 4. bekk (síðasta vetur).  Hlaut skólinn myndbandsvél að gjöf sem var kærkomin viðbót við tækjaeign skólans. Hægt er að lesa nánar um verkefnið á heimasíðu skólans: http://www.flataskoli.is/pages/3211

 

Hér má skoða fleiri myndir frá hátíðinni í Ráðhúsinu í gærdag.

 

Til baka
English
Hafðu samband