Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flýgur fiskisagan

25.11.2010
Flýgur fiskisagan

Undanfarnar vikur hafa 4. bekkir verið að vinna með þema tengt bókinni "Flýgur fiskisagan" eftir Ingólf Steinsson í samvinnu við Ingibjörgu á bókasafninu og Kolbrúnu kennsluráðgjafa. 
Hópurinn heimsótti Náttúrfræðistofu Kópavogs, Sjóminjasafnið í Reykjavík, farið var í fjöruferð, unnið með ljóðagerð (hækur) og boðið var upp á síldarsmökkun svo eitthvað sé nefnt.
Mörg verkefni voru unnin í íslensku, stærðfræði og samfélagsfræði sem safnað var saman í möppu. List- og verkgreinakennarar ásamt tónmenntakennara komu einnig að vinnunni með nemendum í tengslum við þessi verkefni og er afrakstur allrar þessarar vinnu til sýnis fyrir foreldra í morgunstund hjá bekkjunum þessa dagana. Myndir eru komnar á vefinn.

Til baka
English
Hafðu samband