Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak hjá 4. bekk

08.10.2010
Lestrarátak hjá 4. bekk

Lestrarátaki í 4. bekk er nú lokið en það stóð yfir í eina viku. Útbúnir voru lestrarveggur4KÞ og lestrarveggur4AG á Netinu til að halda utan um hvaða bækur nemendur lásu. Þeir skrifuðu stutta umsögn um hverja lesna bók og gáfu henni einkunn.
Skólasafnið veitti fjórum mestu lestrarhestum árgangsins viðurkenningaskjöl og bókaverðlaun fyrir frábæran árangur. 4. KÞ vann lestrarbikarinn og verður hann í umsjá bekkjarins í vetur.
Lestrarátakið tókst í alla staði vel og lásu nemendur gríðarlega mikið á þessari einu viku. Vonandi halda þeir áfram að lesa mikið því góð lestrarkunnátta er undirstaða að góðum námsárangri.

Til baka
English
Hafðu samband