Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkefni frá 4. bekk

20.05.2010
Verkefni frá 4. bekk

Nemendur Olgu Snorradóttur sem eru í fjórða bekk útbjuggu á vordögum glærukynningu í tengslum við verkefnið „Flýgur fiskisagan“ sem unnið er með árlega í þessum árgangi.
Bekknum var skipt í sex hópa og fékk hver hópur það verkefni að fjalla um og vinna með einn sérstakan fisk. Undirbúningur og vinna við glærugerð fór fram á skólasafninu.
Nemendur öfluðu fyrst upplýsinga úr bókum um fiska og skráðu þær hjá sér. Næst fundu þeir lykilorð eða aðalatriði úr textanum sínum og settu það á glærurnar. Glærurnar voru skreyttar með myndum sem nemendur fundu á netinu og hæfðu efninu.
Að lokum talsettu nemendur glærurnar sem þið sjáið hér.


Til baka
English
Hafðu samband