Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4OS í Húsdýragarðinn

30.04.2010
4OS í Húsdýragarðinn

Nemendur 4. bekkjar fóru í vettvangsferð í Húsdýragarðinn í morgun. Þar fengu þeir fræðslu um dýr í sjó og vötnum. Nemendur fengu að halda á ýmsum lifandi dýrum eins og krossfiskum og kröbbum. Er þetta í tengslum við verkefni nemenda um hafið sem er árlegur þáttur í námi þeirra í þessum árgangi. Ingibjörg bókasafnsfræðingur og Olga umsjónarkennari fóru með nemendum í ferðina. Þótti ferðin hin skemmtilegasta og sést best á myndunum hvað nemendum þótti um verkefnið.

Til baka
English
Hafðu samband