Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Steinaverkefni í 1. bekk

21.04.2010
Steinaverkefni í 1. bekk

Fyrstu bekkingar hafa í vetur verið að vinna þemaverkefni um steina. Þeir hlustuðu á sögur og ljóð um steina en síðan horfðu þeir á kynningu þar sem Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur fræddi þá um mismunandi steina.
Farið var í vettvangsferð út í hraun þar sem nemendur leituðu að steinum sem líktust andlitum. Þeir settu á þá munn, nef og augu úr pappa og síðan voru teknar myndir af tröllaandlitunum. Kennari í Flataskóla lánaði steinasafn sitt til þess að nemendur gætu skoðað mismunandi steina. Nemendurnir máttu síðan velja einn stein úr safninu til þess að segja frá. Í textílmennt fengu nemendur ávala steina og lærðu að þæfða utan um þá. Bókasafnsfræðingur skólans tók viðtöl við nemendur og hér getið þið heyrt hvernig þeir lýsa steinaverkefninu.


 

Til baka
English
Hafðu samband