Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónleikaferð hjá 1. bekk

15.04.2010
Tónleikaferð hjá 1. bekk

Nemendur 1. bekkja fóru á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands fimmtudaginn 15. apríl. Flutt var nýtt verk um Maxímús Músíkús sem í þetta sinn heimsótti tónlistarskóla. Fjöldi ungra hljóðfæraleikara kom fram ásamt sögumanni og Maxa sjálfum. Flataskóli þakkar Sinfóníuhljómsveitinni fyrir gott boð á glæsilega tónleika. Samstarf Flataskóla og hljómsveitarinnar hefur staðið í mörg ár og verið afar farsælt. Nú er ein ferð eftir í verkefninu Laginu í listinni en það er heimsókn á stofutónleika og hljóðfærakynningu hjá Peter Tompkins. Sú ferð verður farin í maí. Sjá myndir frá tónleikunum í morgun.

 

Til baka
English
Hafðu samband