Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinnumorgunn í Húsdýragarði

12.04.2010
Vinnumorgunn í Húsdýragarði

Nemendur í 6. bekk fengu tækifæri til að taka þátt í verkefninu Vinnumorgunn í Húsdýragarðinum. Tveir bekkir fóru í síðustu viku eða 6. ÁS og 6.ÓS og  6.AH fer fimmtudaginn 15. apríl. Nemendur mættu sjálfir í Húsdýragarðinn rétt fyrir átta og fengu að taka þátt í daglegri umhirðu dýranna í þrjár klukkustundir. Þótti þetta takast með afbrigðum vel og var morguninn fljótur að líða í þetta skiptið.

Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu bekkjanna.

Til baka
English
Hafðu samband