Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplestrarkeppni 5. bekkja

12.04.2010
Upplestrarkeppni 5. bekkja

Í morgun fór fram upplestrarkeppni hjá 5. bekk. Fjórir nemendur úr hverjum bekk að undangenginni forkeppni tóku þátt og lásu þeir ljóð að eigin vali og bút úr sögunni Kalli kúluhattur. Keppendur stóðu sig með mikilli prýði, lásu hátt og skýrt og höfðu greinilega undirbúið sig vel. Í fyrsta sæti var Davíð Laufdal 5.HL í öðru sæti var Anna Ólöf Jansdóttir 5. KÞ og í 3. sæti var Klara Hjartardóttir í 5. HL. Dómarar voru Ásta Bára Jónsdóttir, kennsluráðgjafi, Rannveig Lund, sérkennari og Katrín Helgadóttir foreldri úr 5. bekk. Allir nemendur sem lásu fengu viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna.
Myndir úr keppninni er að finna á myndasíðu árgangsins.

Til baka
English
Hafðu samband