Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarsprettur hjá 5. bekk

12.02.2010
Lestrarsprettur hjá 5. bekk

Mánudaginn 8. febrúar hófst lestrarsprettur hjá nemendum í 5. bekk sem standa mun yfir í fimm daga. Ingibjörg, bókasafnsfræðingur kom til þeirra færandi hendi með troðfulla kassa af skemmtilegum bókum og setti í allar bekkjarstofur árgangsins. Markmiðið með lestrarsprettinum er að fá nemendur til þess að lesa meira sér til skemmtunar. Þeir velja sér bækur úr kassanum til að lesa og reyna að lesa sem flestar þeirra á meðan lestrarspretturinn stendur yfir.
Nemendum gefst tækifæri til að lesa í a.m.k. 15 mínútur á dag í skólanum en þeir taka  bækurnar líka með sér heim. Einnig munu þeir lesa upp úr bókunum í skólunum fyrir bekkjarfélagana og æfa sig þannig fyrir upplestrarkeppnina í vor.
Nemendur skrá umsagnir sínar og gefa bókunum einkunn á Wallwisher en það er vefsíða á netinu sem búin var sérstaklega til fyrir þetta verkefni. Nemendur sýndu verkefninu strax mikinn áhuga og keppast nú við að lesa og skrá umsagnir um bækurnar á vefinn og æfa sig jafnframt í upplestri með því að lesa fyrir bekkjarfélagana. Hér er hægt að sjá afraksturinn á vefnum.


Til baka
English
Hafðu samband