Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn á Bókasafn Garðabæjar

20.01.2010
Heimsókn á Bókasafn Garðabæjar4.OS fór ásamt Olgu, bekkjarkennara sínum og Ingibjörgu, bókasafnsfræðingi í heimsókn á Bókasafn Garðabæjar. Markmiðið með heimsókninni er að tryggja að nemendur þekki almenningssafnið í bænum og viti hvað það hefur upp á að bjóða. Rósa, barnabókavörður tók á móti hópnum, sýndi þeim safnið og svaraði spurningum sem nemendur höfðu útbúið fyrir heimsóknina. Þeir nemendur sem ekki áttu bókasafnsskírteini fengu það afhent i heimsókninni og eiga örugglega eftir að nýta það vel, sérstaklega í öllum skólafríum.
Til baka
English
Hafðu samband