Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lagið í listinni

19.01.2010
Lagið í listinni

Mánudaginn 18. janúar fóru nemendur 1. bekkja í Listasafn Íslands og fengu leiðsögn um Carnegie Art sýninguna. Þar kenndi margra grasa og sáu nemendur bæði gamalgróna list og gjörninga. Heimsóknin í LÍ er hluti af menningarverkefninu Laginu í listinni, þar sem nemendum 1. bekkja eru kynntar opinberar menningarstofnanir. Á mánudaginn eftir viku liggur leið nemenda í Þjóðleikhúsið og kíkjum við baksviðs í fylgd Vigdísar Jakobsdóttur. Undir vorið verður farið á tónleika hjá Sínfóníuhljómsveit Íslands. Verkefninu lýkur með heimsókn á stofutónleika hjá Hjördísi tónmenntakennara. Þar mun Peter Tompkins kynna blásturshljóðfæri frá ýmsum heimshornum.

Hér má sjá fleiri myndir frá ferðinni.

Til baka
English
Hafðu samband