Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak 7. bekkja

14.12.2009
Lestrarátak 7. bekkja

Lestrarátaki í 7. bekk er nú lokið og stóð það yfir í 3. vikur. Átakið tókst mjög vel þar sem minna var hugsað um keppni og meira um að lesa góðar og skemmtilegar bækur og njóta þess að lesa. Að venju fengu mestu lestrarhestarnir bókaverðlaun og var það skólasafnið sem gaf verðlaunin.
Bekkurinn sem sigraði í ár og fékk lestrarbikarinn var 7. HSG og óskum við verðlaunahöfunum innilega til hamingju með frábæran árangur. Myndir frá verðlaunaafhendingunni.
Á sama tíma og lestrarátakið stóð yfir gistu allir 7. bekkirnir eina nótt á skólasafninu með bókasafnsfræðingi skólans og bekkjarkennara sínum.. Eftir gistinguna unnu nemendur verkefni í tengslum við bókina sem þeir lásu um kvöldið og er hægt að skoða verkefnin á netinu á slóðinni: http://gisting.wikispaces.com/

Gaman er að lesa hvað nemendur hafa að segja um bókina sem þau lásu og einnig virðist það vera samdóma álit þeirra allra að gistingin hafi verið mjög skemmtileg og eftirminnileg.

Til baka
English
Hafðu samband