Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak 3. bekkjar

25.09.2009
Lestrarátak 3. bekkjar

Lestrarátaki í 3. bekk er nú lokið en það stóð yfir í eina viku. Nemendur lásu mjög mikið þessa daga eða samtals 17.217 blaðsíður.
Útbúinn var bókaormur sem hlykkjaðist um ganginn fyrir framan bekkjarstofur nemenda. Ormurinn varð mjög stór en nemendur skráðu í hann heiti bókanna sem þeir lásu og blaðsíðufjöldann.

Skólasafnið veitti lestrarhestum árgangsins viðurkenningar fyrir frábæran árangur.
Áður en afhendingin fór fram lásu tveir nemendur, Jóhanna María og Grímur Geir upp úr skemmtilegum bókum sem þau höfðu lesið.
Lestrarátakið tókst í alla staði mjög vel og gaman var að fylgjast með hvað nemendur voru áhugasamir varðandi lestur góðra bóka.
Vonandi halda þeir áfram að lesa mikið því góð lestrarkunnátta er undirstaða fyrir góðum námsárangri.

Til baka
English
Hafðu samband