Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vísindamaður að láni

13.03.2009
Vísindamaður að láni4. bekkur er að vinna þemaverkefnið Flýgur fiskisagan og í sambandi við það verkefni fengum við vísindamanninn Guðrúnu Finnbogadóttur líffræðing að láni hjá Hafrannsóknarstofnun. Hún sýndi okkur á glærusýningu hvernig hægt er að lesa út aldur á fiskum með því að skoða kvarnir í víðsjá. Nemendur fengu að spreyta sig á að aldursgreina fiska í víðsjá og skoða ýmsar tegundir af fiskum t.d karfa, hlýra, steinbít og fl. fiska sem Guðrún kom með og við fengum að handfjatla. Myndir.
Til baka
English
Hafðu samband