Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesum saman - verum saman

25.02.2009
Lesum saman - verum saman Í rúmar tvær vikur hefur staðið yfir í Flataskóla lestrarátakið “Lesum saman – verum saman“. Markmið verkefnisins er að þjálfa og örva börn í 1.-4. bekk í lestri en lestur er grunnur að góðum námsárangri. Foreldrar voru sérstaklega hvattir til að taka þátt í lestrarátakinu með því að eiga lestrarstundir með barninu sínu. Boðið var tvisvar á tímabilinu upp á síðdegisopnun á skólasafninu og gáfu margir sér tíma til að líta við. Börnin lásu einnig að minnsta kosti fimmtán mínútur daglega í skólanum. Bókasafnsvörður bauð upp á getraun þar sem nemendur áttu að finna út frá myndum af þekktum sögurpersónum í hvaða sögum þær voru. Dregið var úr getrauninni í lok átaksins og hlutu þau Iazamina 1.SG, Daníel Þór 1.SG og Alma Diljá 3. bekk bókaverðlaun fyrir réttar lausnir.
Verkefnið þótti takast mjög vel og lýstu bæði nemendur og foreldrar yfir ánægju sinni með framtakið.



.
Til baka
English
Hafðu samband