Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesum saman

27.01.2009
Lesum saman

Lestrarátakið "Lesum saman - verum saman" er nú haldið í fyrsta sinn í Flataskóla.  Hugmyndin og fyrirmyndin að verkefninu er fengin frá Snælandsskóla í Kópavogi, af verkefninu "Lesum saman korter á dag". Næstu vikurnar verður unnið að verkefninu í 1.-4. bekk. Markmiðið er að auka lestrarfærni og lesskilning og hafa áhrif á lestrarvenjur og lestraráhuga nemenda.  Lesturinn fer bæði fram í skólanum og heima en kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundinn heimalestur.  Í skólanum verður gefinn tími til hljóðlestrar í a.m.k. 15 mínútur. Foreldrar lesa heima í 15 mínútur á dag  fyrir barnið. Við vonum að undirtektirnar verði góðar þannig að lestraráhugi og lestrarfærni barnanna aukist við þetta átak.  Af þessu tilefni verður bókasafn skólans með síðdegisopnun mánudaginn 2. febrúar og þriðjudaginn 10. febrúar kl.: 15:00 - 17:30 báða dagana þar sem hægt verður að fá lánaðar bækur og taka þátt í getraun safnsins.  Þá verður einnig heitt á könnunni. Föstudaginn 13. febrúar verður svo dregið í getrauninni um leið og verkefninu lýkur. Sjá nánar hér.

Til baka
English
Hafðu samband