Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skáld í skólum

11.11.2008
Skáld í skólumIðunn Steinsdóttir, rithöfundur og Hjörleifur Hjartarson, rithöfundur og þýðandi fluttu dagskrá á skólasafninu fyrir nemendur í 1.-3. bekk í síðustu viku. Þau ferðuðust með nemendum um ævintýraheima þar sem ólíklegustu og jafnvel stórhættulegar skepnur komu við sögu. Iðunn sagði þeim frá Drekasögu en Hjörleifur las úr bók sem hann hefur þýtt og heitir Skaðræðisskepnur.
Í lok dagskrárinnar sungu Iðunn og Hjörleifur fyrir nemendur og fengu þá til að taka undir með tilheyrandi handahreyfingum.
Til baka
English
Hafðu samband