Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bangsavika á skólasafninu.

30.10.2008
Bangsavika á skólasafninu. Við í Flataskóla höfum haldið bangsaviku undanfarin ár í kringum alþjóðlega bangsadaginn sem er 27. október.
Yngstu nemendur skólans koma þá með bangsa að heiman í bókasafnstímann.
Við lesum bangsasögur, semjum sögur og teiknum myndir og fræðumst um það hvernig fyrsti leikfangabangsinn varð til fyrir rúmum 100 árum.
Bangsavikan í ár er mjög óvenjuleg því við höfum eignast sérstakan ferðabangsa og verður hann kynntur í vikunni fyrir nemendum skólans.
Ferðabangsinn heitir Sveinbjörn en hann kom til Íslands með aðstoð nemanda úr Flataskóla. Sveinbjörn hefur aðsetur á skólasafninu en hann langar að ferðast sem mest bæði innan lands og utan með aðstoð nemenda og starfsfólks skólans.
Nánari kynning á Sveinbirni mun birtast fljótlega á heimasíðu skólans.
Til baka
English
Hafðu samband