Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tungumáladagur Evrópu

27.09.2008
Tungumáladagur Evrópu

Föstudaginn 26. september var evrópski tungumáladagurinn, en hann er haldinn hátíðlegur í skólum og fyrirtækjum víða í Evrópu.
Tungumáladagurinn er haldinn til að fagna fjölbreytileika tungumála og til að stuðla að auknum skilningi á menningu annarra þjóða.
Í ár eru 37 nemendur í Flataskóla af erlendu bergi brotnir og hefur bókavörður og nemendur í tilefni af þessum degi útbúið stutta kynningu á þeim. Kynningunni er ætlað að gefa innsýn í menningu og fjölbreyttan bakgrunn þeirra. 
Þekking og virðing á menningu annarra þjóða er undirstaða samheldni , umburðarlyndis og eflir skilning á mismunandi siðvenjum og tungumálum.
Nemendur fengu viðurkenningarskjal vegna þátttöku í verkefninu.

 

Til baka
English
Hafðu samband