Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

15.05.2008

Gamli Flataskólavefurinn

Enn er hægt að ná í gamla Flataskólavefinn. En hann verður tiltækur út skólaárið á meðan verið er að setja allar upplýsingar inn á nýja vefinn.
Nánar
15.05.2008

Nýr vefur skólanna í Garðabæ og Garðabæjarvefurinn

Nýr vefur skólanna í Garðabæ og Garðabæjarvefurinn
Í dag fimmtudaginn 15. maí kl. 12 náðist sá skemmtilegi áfangi hjá Garðabæ að opnaðir voru fimm nýir vefir sem unnið hefur verið að í vetur. Vefirnir sem voru opnaðir voru nýr vefur Garðabæjar, www.gardabaer.is og nýir vefir fyrir alla grunnskóla...
Nánar
14.05.2008

Sveitaferð 3. bekkja

Sveitaferð 3. bekkja
3. bekkur fór í sveitina í dag í blíðaskaparverðri. Þau fengu að kynnast sveitalífinu og skoða dýrin. Einnig komu þau við í fjörunni í Hvalfirðinum á leiðinni heim.
Nánar
14.05.2008

Landið okkar Ísland

Landið okkar Ísland
Nemendur í 5. bekk buðu foreldrum sínum á glærukynningu í hátíðasal skólans. Glærukynningin var í tengslum við námsefnið Landshorna á milli.
Nánar
09.05.2008

Bryggjuball hjá 4. bekk

Miðvikudaginn 7. maí hélt 4. bekkur bryggjuball og bauð foreldrum á sýningu og kaffi og meðlæti á eftir. Tengdist það verkefninu ,,Á sjó’’ sem var sameiginlegt verkefni árgangsins í samfélags- og náttúrufræði.
Nánar
06.05.2008

Skipulag skólastarfs

Þar sem skólastarf fer úr föstum skorðum svona á síðastu vordögum höfum við sett upp töflu um þá atburði sem verða þar til skóla lýkur. Við hvetjum foreldra og nemendur til að kynna sér það náið því margt er á döfinni sem gaman er að skoða og...
Nánar
05.05.2008

Árshátíð 7. bekkja

Árshátíð 7. bekkja
Árshátíð nemenda í 7. bekk var haldin 29. apríl og tókst hún í alla staði mjög vel. Krakkarnir voru búnir að leggja mikla vinnu í undirbúning og var hátíðarblær yfir öllu.
Nánar
05.05.2008

Flataskólaleikarnir 2008

Flataskólaleikarnir 2008
Á föstudag voru haldnir hinir árlegu Flataskólaleikar í yndislegu veðri. Nemendum var blandað saman í hópa þvert á árgangana og þeir eldri aðstoðuðu þá yngri þegar á þurfti að halda og var þetta ágæt leið til að nemendur kynntust vel innbyrðis.
Nánar
05.05.2008

Kiwanismenn í heimsókn

Kiwanismenn í heimsókn
Menn frá Kiwanishreyfingunni gáfu sex ára börnum í Flataskóla reiðhjólahjálma í morgun og ræddu þeir við þá um umferðaröryggi og notkun hjálmanna. Var gestunum vel tekið og fór vel á með þeim og nemendum eins og sjá má á myndinni.
Nánar
29.04.2008

Lionshlaup 5. bekkja

Lionshlaup 5. bekkja
Lionskonur komu í heimsókn í morgun í tilefni vímuvarnarhlaups 5. bekkja. Þær tóku hana Ölmu í hljómsveitinni Nylon með sér og hún talaði við nemendur um vímuefni og hvernig maður gæti ráðið því hvort maður notaði þau eða ekki.
Nánar
29.04.2008

Skóladagatal 2008-2009

Hér getur þú náð í skóladagatalið fyrir árið 2008 til 2009
Nánar
28.04.2008

Tónlistarhátíð í Flataskóla 20. til 23. maí

Tónlistarhátíð í Flataskóla 20. til 23. maí
Útgáfutónleikar 3. og 4. bekkja verða á þriðjudaginn 20. maí. fjölþjóðahátíð 5. bekkja verður miðvikudaginn 21. maí. 1. bekkir verða með tónleika á fimmtudegi og 2. og 6 bekkir verða með tónlika á föstudegi.
Nánar
English
Hafðu samband