Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

Menntaáætlun Nordplus 2008-2011      


Tilgangur Menntaáætlunnar Nordplus (Nordplus Rammeprogram) er að veita styrki til ýmiskonar samvinnu á sviði menntamála á því svæði sem Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda með áherslu á gæði og nýsköpun.

Norræna ráðherranefndin hefur samþykkt Menntaaáætlun Nordplus fyrir næstu fjögur árin, þ.e. 2008-2011. Áætlunin á að stuðla að gæðum og nýsköpun í menntakerfum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja með styrkjum til ýmiss konar samskipta, verkefna og samstarfsneta. Öll samvinna skal byggjast á gagnkvæmum samningum menntastofnana og félaga í þátttökulöndunum. Heildarfjármagn Nordplus starfsárið 2010 er 60.907.051 danskar krónur, um 8 milljónir evra.

Þau lönd sem tóku þátt voru Danmörk, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur og Svíþjóð. Frekari upplýsingar er að fá á vefsíðu Nordplus á Íslandi.

Flataskóli hefur fengið styrk fyrir árið 2011 - 2012 til að vinna með verkefnið

Frá þjóðsögum til ...  "From Folklore to... "

með skólum í Lettlandi, Litháen og Eistlandi.

Flataskóli hefur fengið styrk fyrir árið 2010 - 2011 til að vinna með verkefnið

Regnbogi menninganna "The Rainbow of Folklore

með skólum í Lettlandi, Litháen og Danmörku.

 

English
Hafðu samband