Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

Vorönn 2010

Nemendur í fyrsta bekk í Flataskóla eru í eTwinning verkefninu Books Make Friends  ásamt sjö öðrum Evrópuríkjum. Rakel og Ragna stýra verkefninu fyrir hönd skólans. Einn gestaskóli er  frá Bandaríkjunum er einnig í þessu Evrópu-samstarfsverkefni.
Verkefnið gengur út á að kynna bækur frá öðrum löndum og að nemendur uppgötvi hinn undraverða bókaheim. Markmiðið er einnig að í gegnum bækurnar eignist nemendur vini  og að bækurnar og sögupersónur þeirra verði gæddar lífi til að auka áhuga nemenda á að lesa bækur. Nemendur hvers lands kynna bók frá landinu og þurfa bæði höfundur og sá sem myndskreytir bókina að vera frá heimalandinu. Við völdum bókina, Snuðra og Tuðra fara í strætó, eftir Iðunni Steinsdóttur og höfum við unnið með hana á margvíslegan hátt. Frá hinum löndunum höfum við fengið að kynnast mörgum skemmtilegum bókum og sögupersónum. Innan skamms munum við svo útbúa bók þar sem við kynnum skólann okkar, bæinn og landið fyrir sögupersónum frá hinum löndunum. Við munum fá tvíburasysturnar Dönku og Jönku í „heimsókn“ til okkar.
Verkefnunum deilum við okkar á milli á "Twin Space" síðu í eTwinningumhverfinu, en við erum einnig með bloggsíðu þar sem hægt er að sjá mörg verkefni og lýsingu á þeim sem unnin hafa verið í sambandi við þetta Evrópuverkefni Books Make Friends. Bloggsíða verkefnisins.

 

 

Verkefnið hefur fengið National Quality Label fyrir

skólaárið 2009-2010.

National Quality viðurkenningu fá kennarar sem unnið hafa samstarfsverkefni sem eru vel uppbyggð og vel skipulögð verkefni á vegum eTwinning. Hún staðfestir að verkefnið hefur náð ákveðnum evrópskum staðli. Hægt er að fá tvenns konar viðurkenningar fyrir eTwinning verkefni annars vegar þessa og hins vegar Europea Quality viðurkenninguna.
Viðurkenningin staðfestir að kennarar og skólinn starfa samkvæmt ákveðnum eTwinning staðli og hún örvar jafnframt nemendur til að vinna áfram á sams konar nótum.

 

 

 

 

 

  

 

 

Hér má sjá nokkrar myndir af nemendum og bókum sem þeir eru að vinna með frá Slóveníu, Frakklandi, Rúmeníu og Portúgal.

  

 

 Verkefnið hlaut evrópsku gæðaverðlaunin fyrir

verkefnið í október 2010

 

English
Hafðu samband