Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

eTwinningverkefni veturinn 2009 - 2010

Okkur hefur verið boðið að taka þátt í verkefninu Myndskot af Evrópu "A Snapshot of Europe". Þetta er eTwinning verkefni um stafræna ljósmyndun og fara samskipti fram á netinu. 
Verkefnið gengur út á að grunnskólanemendur taka myndir af náttúrunni/fólki sem síðan eru sendar á vef verkefnisins (keppni) í lok apríl 2010. Um 30 skólar í Evrópu taka þátt í þessu verkefni og er Flataskóli eini skólinn á Íslandi sem hefur verið boðin þátttaka, en aðeins einn skóli frá hverju Evrópulandi má taka þátt í verkefninu.
Markmið verkefnisins er að nemendur læri að taka stafrænar myndir, líta eftir tækifærum að góðu myndefni í nánasta umhverfi sínu og kynnist umhverfi og menningu landa í Evrópu.

Hér er kjörið tækifæri fyrir foreldra að leiðbeina börnum sínum við stafræna myndatöku án þess þó að taka myndirnar fyrir þau. En nemendur mega einnig taka myndir utan skólans á eigin myndavélar/síma og við hvetjum til þess.

 

Reglur verkefnisins  eru einfaldar:

  • Nemendur taka sjálfir myndirnar
  • Myndirnar eiga að vera af náttúrulegum viðfangsefnum

 

Verkefnið hefur fengið viðurkenninguna National Quality Label

National Quality viðurkenningu fá kennarar sem unnið hafa samstarfsverkefni sem eru vel uppbyggð og vel skipulögð verkefni á vegum eTwinning. Hún staðfestir að verkefnið hefur náð ákveðnum evrópskum staðli. Hægt er að fá tvenns konar viðurkenningar fyrir eTwinning verkefni annars vegar þessa og hins vegar Europea Quality viðurkenninguna.
Viðurkenningin staðfestir að kennarar og skólinn starfa samkvæmt ákveðnum eTwinning staðli og hún örvar jafnframt nemendur til að vinna áfram á sams konar nótum.

 

.

Myndakeppni Flataskóla

Til að safna myndum í þetta verkefni höfum við ákveðið að vera með myndakeppni í Flataskóla næstu mánuði og fá nemendur til að senda 2 - 3 bestu myndirnar sínar til umsjónarmanns (Kolbrúnar kennsluráðgjafa) í hverjum mánuði. Síðan er mynd mánaðarins valin og hengd upp og vinningshafi fær umsögn og viðurkenningarskjal fyrir myndina sína.
Í apríl verða svo vinningsmyndirnar sendar í lokakeppnina "A Snapshot of Europe". Þar skoða nemendur  allar myndir sem settar hafa verið á vefinn frá skólum þátttökulandanna og gefa stig. Í lok apríl verður svo uppskeruhátíð í beinni útsendingu þar sem bestu myndirnar verða valdar.

Myndir fyrir hvern mánuð þurfa að hafa borist til umsjónarmanns  í síðasta lagi fyrir 10. hvers mánaðar þ.e.a.s. 10. janúar fyrir desembermyndir. Netfangið er kolla@flataskoli.is.  Einnig má koma með myndavélarnar til hans og fá aðstoð við að taka myndirnar af vélunum.  Nemendur taka einnig myndir í skólanum undir umsjón kennara sinna.

Hægt er að skoða myndir frá hinum Evrópulöndunum á TwinSpace svæðinu þar sem verkefnið er geymt. Skráðu þig inn með notendanafnið: snapshots og lykilorðið: RTCc3B

Smelltu á A SNAPSHOT OF EUROPE - HOME og veldu síðan PROJECT ACTIVITIES við hliðina á HOME flipanum og skrunaðu neðar á síðuna til að skoða myndirnar frá löndunum. Daglega bætast nýjar myndir við safnið. Til að skoða myndirnar þarftu að smella á tölurnar hjá viðkomandi landi.

Viðfangsefni:

 
  1. Desember: náttúran - vatn - veður
  2. Janúar:  fólk - bílar - hús - íþróttir
  3. Febrúar: dýr - gæludýr, húsdýr
  4. Mars: náttúran - landslag, hraun, fjöll, sólin
   

 

Á þessari "flickr"- síðu getur þú skoðað myndirnar sem nemendur sendu inn í verkefnið. 

 

Smelltu á krækjurnar hér fyrir neðan til að sjá verðlaunamyndirnar í keppninni í Flataskóla (2009-2010)

 

Mynd desembermánaðar er eftir Orra Gunnarsson í 1. bekk

Mynd janúarmánaðar er eftir Þóri Björn Guðjónsson í 6. bekk

Mynd febrúarmánaðar er eftir Jóhönnu Maríu Bjarnadóttur í 3. bekk

Mynd marsmánaðar er eftir Anítu Theodórsdóttur í 5. bekk

         

 

 

English
Hafðu samband