Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

Comenius miðar að því að koma á gæðastarfi í skólum og tryggja Evrópuvitund í menntun.

Styrkt eru fjölþjóðleg samstarfsverkefni við skóla víðs vegar í Evrópu. Einnig er lögð áhersla á að auka möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar kennara og efla tungumálanám á öllum skólastigum.

Comenius er hluti nýrrar menntaáætlunar Evrópusambandsins og tekur til leik-, grunn- og framhaldsskóla. eTwinning var sett á laggirnar í janúar 2005 en nú heyrir það undir Comenius. COMENIUSAR-þáttur Menntaáætlunar ESB er nefndur eftir tékkneska guðfræðingnum, heimspekingnum og uppeldisfrömuðinum Johann Amos Comenius (1592-1670). Hann var sannfærður um að með menntun gæti maðurinn nýtt hæfileika sína til fulls.
Mörg þeirra verkefna sem unnin eru undir merkjum Comeniusar líkjast því starfi sem verið er að gera undir merkjum eTwinning, þar af leiðandi er ekkert því til fyrirstöðu að skrá Comeniusverkefnið líka sem eTwinning verkefni. Ávinningurinn af því fyrir kennara er sá að með tvöfaldri skráningu verkefnisins kemst kennarinn inn í stuðningskerfi eTwinning sem meira en 25.000 skólar í Evrópu eru aðilar að, auk þess að fá gjaldfrjálsan aðgang að ýmsum veftækjum og tólum.

  • Tveir kennarar hafa fengið styrk úr sjóði Comeníusar 2009 til að fara á námskeið í útikennslu.
  • Kolbrún Svala Hjaltadóttir kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni hefur fengið styrk úr sjóðnum til að fara á vikunámskeið til Möltu og kynna sér hvernig hægt er að nýta tölvu- og upplýsingatækni í starfi og kennslu.

    Flataskóli hefur fengið þrjá styrki til að taka þátt í evrópskum samstarfsverkefnum:

  1. Verkefnið Vængjaðir vinir - Our feathery friends  er tveggja ára verkefni og var unnið veturna 2009-2011. Umsjónarmaður verkefnisins var Hjördís Ástráðsdóttir.
  2. Verkefnið Sköpunarkrafturinn - listin að lesa - "The Art of Reading - Power of Creativity"   er einnig tveggja ára verkefni og var unnið veturna 2010 - 2012. Umsjónarmenn verkefnisins voru Ingibjörg Baldursdóttir og Kolbrún Svala Hjaltadóttir.
  3. Verkefnið Skemmtilega útikennslan - "Lively outdoor learning" hófst haustið 2013 og er unnið veturna 2013-2015. Umsjónarmenn verkefnisins eru Anna Lena Halldórsdóttir og Ágústa Amalía Sigurbjörnsdóttir.

 Vefsíða Comeníusar á Íslandi     

 

 

English
Hafðu samband