Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaárið 2007 – 2008 tóku nemendur í 3. bekk þátt í etwinning verkefninu Christmas is.... Verkefnið varði í stuttan tíma eða rúman mánuð (frá miðjum nóvember til janúar) og unnu þá samstarfskólarnir að ýmsum verkefnum tengdum jólunum. Þetta var fyrsta etwinning verkefnið sem nemendur í Flataskóla unnu en jafnframt fyrsta etwinning verkefnið sem Ragna vann. Öll verkefnin sem við unnum settum við inn á sameiginlegt svæði, svokallað TwinSpace. Þar gat hver og einn kennari sett inn efni og einnig skoðað það sem aðrir höfðu sett inn og sýnt nemendum sínum. Í verkefninu var fjallað var um hvað var sameiginlegt með jólunum í þeim löndum sem tóku þátt. Meðal þess sem við gerðum er að við bjuggum til jólaorðabók, unnum jólakort í tölvum og sendum rafrænt, við sungum jólalag á íslensku og tókum þau upp til að setja á sameiginlegasvæðið. Þegar leið á verkefnið var ákveðið að bæta því við að allir myndu syngja Heims um ból á sínu tungumáli.

Það voru 10 skólar víðsvegar um Evrópu sem tóku þátt í þessu verkefni en þeir voru þó misvirkir. Sú sem stýrði verkefninu er frá Portúgal og heitir Lenor Maria.

 

Hér lýsir Silvia frá Ítalíu jólunum í Barcelona og á Ítalíu.     Hér er lýsing frá Spáni.

 

Jólakort frá Slóvakíu

 

Jólakort frá Danmörku

 

 

Jólakort frá Grikklandi

 

Jólakort frá Íslandi

 

 

 

Jólakort frá Portúgal

   
     
     
     

English
Hafðu samband